Gústi Birgis hættir við að hætta við
FH handbolti)

Ágúst Birgisson (FH handbolti)

Línumaðurinn og varnarjaxlinn, Ágúst Birgisson hefur ákveðið að taka eitt ár í viðbót með liði FH í Olís-deild karla. Þetta tilkynnti FH á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu.

,,One more year, takk! Ágúst Birgisson tekur slaginn," segir í tilkynningunni frá FH.

Fyrir mánuði síðan sagði Ágúst Birgisson í samtali við Handkastið að skórnir væru komna til hliðar.

Ágúst hefur leikið með FH síðustu níu og hálft tímabil eða frá janúar árið 2016 er hann gekk í raðir FH á miðju tímabili frá Aftureldingu. Hann varð Íslandsmeistari með FH tímabilið 2023/2024.

Þetta eru risa stór tíðindi fyrir FH-inga sem í síðustu viku fengu til sín Birki Benediktsson frá Japan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top