Ágúst Birgisson (FH handbolti)
Línumaðurinn og varnarjaxlinn, Ágúst Birgisson hefur ákveðið að taka eitt ár í viðbót með liði FH í Olís-deild karla. Þetta tilkynnti FH á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. ,,One more year, takk! Ágúst Birgisson tekur slaginn," segir í tilkynningunni frá FH. Fyrir mánuði síðan sagði Ágúst Birgisson í samtali við Handkastið að skórnir væru komna til hliðar. Ágúst hefur leikið með FH síðustu níu og hálft tímabil eða frá janúar árið 2016 er hann gekk í raðir FH á miðju tímabili frá Aftureldingu. Hann varð Íslandsmeistari með FH tímabilið 2023/2024. Þetta eru risa stór tíðindi fyrir FH-inga sem í síðustu viku fengu til sín Birki Benediktsson frá Japan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.