Hrannar Ingi Jóhannsson ((Eyjólfur Garðarsson)
Hrannar Ingi Jóhannsson leikmaður ÍR síðustu tímabil hefur afþakkað samningstilboð frá nýliðum Þórs frá Akureyri. Þetta herma heimildir Handkastsins. Eins og Handkastið greindi frá í júlí þá æfði Hrannar með Þórsurum og fékk samningstilboð frá félaginu. Nú herma heimildir Handkastsins hinsvegar að Hrannar hafi gefið Þórsurum afsvar og er því ekki á leið norður. Samningur Hrannars við ÍR rann út fyrr í sumar og því óljóst hvað hann gerir á komandi tímabili. Hrannar skoraði 45 mörk í 18 leikjum með ÍR í Olís-deildinni á síðustu leiktíð en hann var að ljúka sínu fimmta tímabili með ÍR. Hann hefur verið mikilvægur leikmaður ÍR-liðsins bæði í vörn og sókn undanfarin tímabil.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.