Hrannar Ingi sagði nei við Þór
(Eyjólfur Garðarsson)

Hrannar Ingi Jóhannsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Hrannar Ingi Jóhannsson leikmaður ÍR síðustu tímabil hefur afþakkað samningstilboð frá nýliðum Þórs frá Akureyri. Þetta herma heimildir Handkastsins.

Eins og Handkastið greindi frá í júlí þá æfði Hrannar með Þórsurum og fékk samningstilboð frá félaginu.

Nú herma heimildir Handkastsins hinsvegar að Hrannar hafi gefið Þórsurum afsvar og er því ekki á leið norður. Samningur Hrannars við ÍR rann út fyrr í sumar og því óljóst hvað hann gerir á komandi tímabili.

Hrannar skoraði 45 mörk í 18 leikjum með ÍR í Olís-deildinni á síðustu leiktíð en hann var að ljúka sínu fimmta tímabili með ÍR. Hann hefur verið mikilvægur leikmaður ÍR-liðsins bæði í vörn og sókn undanfarin tímabil.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top