KG Sendibílamótið hefst á fimmtudag
(Egill Bjarni Friðjónsson)

KA - Stjarnan ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Rétt rúmar þrjár vikur eru í það að Olís-deild karla og kvenna fari af stað og eru liðin í fullum undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil.

Hluti af undirbúningi liðanna eru æfingaleikir, æfingaferðir og æfingamót og eitt af æfingamótum sumarsins sem hefst nú á fimmtudaginn er KG Sendibílamótið eða gamla góða, Sjallamótið sem fær nú nýtt nafn í ár.

Mótið hefst á fimmtudag með þremur leikjum, tveir leikir fara fram á föstudagskvöld og síðan lýkur mótinu á laugardaginn.

Einungis tvö lið taka þátt í karlaflokki, KA og Þór sem mætast tvívegis en fjögur lið taka þátt í kvennaflokki, KA/Þór, Stjarnan, ÍBV og Grótta.

Leikjadagskrá KG Sendibílamótsins:

Fimmtudagur:

17:30 KA - Þór (KA-heimilið) - karlar
19:30 KA/Þór - Grótta (KA-heimilið) - kvenna
20:30 ÍBV - Stjarnan (Höllin) - kvenna

Föstudagur:
17:00 KA/Þór - ÍBV (KA-heimilið) - kvenna
18:45 Grótta - Stjarnan (KA-heimilið) - kvenna

Laugardagur:
11:30 Grótta - ÍBV (KA-heimilið) - kvenna
13:00 KA/Þór - Stjarnan (KA-heimilið) - kvenna
14:30 KA - Þór (KA-heimilið) - karla

Frítt er inn á alla leikina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top