Sigur í dag tryggir Íslandi í 8-liða á HM U19
(HSÍ)

U19 karla ((HSÍ)

Milliriðlar á HM U19 karla hefst í dag í Egyptalandi en þar er Ísland meðal keppnisþjóða. Ísland mætir Serbíu síðar í dag í fyrri leik sínum af tveimur í milliriðlinum en leikurinn hefst klukkan 16:30 að íslenskum tíma.

Ísland fór nokkuð þægilega í gegnum riðill sinn og er því með tvö stig í milliriðlinum en Sádí Arabía fór áfram með Íslandi úr riðlinum. Íslenska liðið vann Sádí-Arabíu 42-24.

Serbía þarf á sigri að halda í leiknum í dag gegn Íslandi en liðið fékk skell gegn Spánverjum í lokaleik síns riðils en bæði lið voru komin áfram fyrir leikinn. Mögulega hvíldu Serbarnir lykilmenn í þeim leik vitandi af leik gegn Íslandi í dag.

Seinni leikur Íslands í millriðlinum fer síðan fram á morgun þegar liðið mæti Spánverjum klukkan 14:15.

Heimir Ríkarðsson þjálfari liðsins staðfesti í samtali við Handkastið í morgun að allir leikmenn íslenska landsliðsins væru heilir og klárir í leikinn í dag sem er liðinu gríðarlega mikilvægur. Sigur í dag hefur liðið tryggt sér í 8-liða úrslit keppninnar.

Handkastið heldur áfram að fylgjast með gangi mála hjá íslenska U19 ára landsliðinu í Egyptalandi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top