Eins marks sigur er Ísland skoraði tvö á síðustu 21 sekúndum leiksins
IHF)

Andri Erlingsson í leiknum í dag. ((HSÍ)

Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri þurfti á sigri að halda gegn Spánverjum í lokaleik sínum í milliriðli heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kaíró í Egyptalandi.

Segja mætti að dramatíkin hafi verið í hámarki undir lok leiksins. Maksim Akbachev þjálfari Íslands í leiknum í dag þar sem Heimir Ríkarðsson tók út leikbann tók leikhlé í jafnri stöðu og mínúta eftir.

Maksim fór í 7 á 6 í siðustu sókn Íslands en íslenska liðið tapaði boltanum er Dagur Árni Heimisson lét hornamann Spánverja hlaupa inn í sendingu frá sér og Spánverjar komust yfir þegar 29 sekúndur voru eftir af leiknum. Leikmenn Serbíu voru í stúkunni og fögnuðu marki Spánverja ógurlega en Serbía þurfti á hjálp frá Spáni til að eiga von um sæti í 8-liða úrslitum.

Íslenska liðið dreif sig í sókn, Dagur Árni Heimisson fór beint í skot og jafnaði metin. Spánverjar reyndu að skjóta í tómt markið frá miðju en það skot geigaði.

Ísland hafði rúmlega 15 sekúndur til að skora sigurmarkið og Ágúst Guðmundsson kórónaði leik sinn og skoraði þegar sekúnda var eftir af leiknum og tryggði Íslandi sigur í leiknum 32-31 og þar með sæti í 8-liða úrslitum HM.

Þessar síðustu sekúndur leiksins verða sennilega klipptar saman og gert að myndskeiði sem sennilega mun slá í gegn. Þetta var lygileg endurkoma íslenska liðsins sem gerði allt sem þeir gátu til að komast áfram í 8-liða úrslit.

Hægt er að sjá lokamínútur leiksins hér.

Markaskor Íslands:  Ágúst Guðmundsson 9 mörk, Andri Erlingsson 5, Jens Bragi Bergþórsson 4, Stefán Magni Hjartarson 3, Garðar Ingi Sindrason 3, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Bessi Teitsson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Daníel Montoro 1.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top