Ísland mætir Dönum í 8-liða úrslitum á HM U19
IHF)

Ísland U19 (IHF)

Það varð ljóst í kvöld að Ísland mætir Danmörku í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í U19 karla sem fram fer í Kaíró í Egyptalandi en Ísland komst þangað á ótrúlegan hátt eftir að hafa unnið Spán með minnsta mun í dag þrátt fyrir að hafa verið einu marki undir þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum.

Serbía sat eftir með sárt ennið þrátt fyrir sigur á Sádí-Arabíu síðar í dag en Spánn, Ísland og Serbía enduðu jöfn með fjögur stig en Serbía var með slökustu markatöluna innbyrðis.

Danmörk gerði jafntefli við gestgjafa Egypta í kvöld en bæði lið voru komin áfram í 8-liða úrslit fyrir viðureignina. Jafntefli Danmerkur þýðir að þeir unnu sinn milliriðil og mæta Íslandi á fimmtudaginn klukkan 16:30 á íslenskum tíma.

Viðureignir í 8-liða úrslitum HM 19:

Svíþjóð - Noregur
Spánn - Egyptaland
Þýskaland - Ungverjaland
Danmörk - Ísland

Sigurvegarar úr viðureign Danmerkur og Íslands mæta sigurvegurum úr viðureign Þýskalands og Ungverjalands í undanúrslitum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top