Sjáðu ótrúlegar lokasekúndur í sigri Íslands á Spáni á HM U19
IHF)

Ágúst Guðmundsson skoraði sigurmark Íslands (IHF)

Við í Handkastinu elskum ekkert meira en alvöru endurkomur en að sama tíma erum við með óþol fyrir hálfendurkomum. Segja má að íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri hafi átt eina ótrúlegustu endurkomu handboltasögunnar í dag þegar liðið vann Spán í milliriðli á HM.

Sigurinn var bráðnauðsynlegur fyrir íslenska liðið sem gerir sigurinn enn merkilegri en með sigrinum tryggði liðið sér áfram í 8-liða úrslit keppninnar og mætir Danmörku í 8-liða úrslitum mótsins á fimmtudag.

Í jafnri stöðu og mínúta lifði leiks fór íslenska liðið í 7 á 6. Íslenska liðið tapaði boltanum er Dagur Árni Heimisson lét hornamann Spánverja hlaupa inn í sendingu frá sér og Spánverjar keyrðu upp völlinn og komust yfir þegar 29 sekúndur voru eftir af leiknum með því að skora í tómt markið.

Leikmenn Serbíu voru í stúkunni og fögnuðu marki Spánverja ógurlega en Serbía þurfti á hjálp frá Spáni til að eiga von um sæti í 8-liða úrslitum. 

Íslenska liðið dreif sig í sókn, Dagur Árni Heimisson fór beint í skot og jafnaði metin. Spánverjar reyndu að skjóta í tómt markið frá miðju en það skot geigaði.

Ísland hafði rúmlega 15 sekúndur til að skora sigurmarkið og Ágúst Guðmundsson kórónaði leik sinn og skoraði þegar sekúnda var eftir af leiknum og tryggði Íslandi sigur í leiknum 32-31 og þar með sæti í 8-liða úrslitum HM.

Hægt er að sjá myndband af þessum ótrúlegu lokasekúndum hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top