Þórsarar í viðræðum við erlendan leikmann
Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Hafþór Vignisson - Oddur Grétarsson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Nýliðarnir í Olís-deild karla, Þór frá Akureyri eru í óða önn að reyna styrkja lið sitt fyrir komandi tímabil en Þór leikur í efstu deild í handknattleik á komandi tímabili í fyrsta sinn síðan tímabilið 2020/2021.

Samkvæmt heimildum Handkastsins eru Þórsarar komnir langt í samningaviðræðum við erlenda hægri handarskyttu og vonast forráðamenn félagsins til að geta klárað samningsmál og tilkynnt nýjan leikmann á næstu dögum. Enn er þó margt óklárað og því ekkert í höfn.

Handkastið greindi frá því í gær að Hrannar Ingi Jóhannsson sem leikið hefur verið með ÍR undanfarin fimm tímabil hafi hafnað samningstilboði frá Þór en Hrannar Ingi æfði með Þórsurum fyrir norðan í júlí.

Það verður spennandi að sjá hvort Þórsarar nái að landa samningi við erlenda leikmanninn en liðið hefur áður tilkynnt nýjan serbneskan markmann til félagsins auk þriggja íslenskra leikmanna.

Þá hefur liðið einnig þurft að sjá á eftir leikmönnum sem léku með liðinu á síðustu leiktíð. Óvissa ríkir til að mynda með þátttöku Garðars Más hægri hornamann Þórs síðustu tímabila.

Þór:

Komnir:

Patrekur Guðni Þorbergsson frá HK

Hákon Ingi Halldórsson frá MHK Martin (Slóvakía)

Hafþór Ingi Halldórsson frá Danmörku

Nikola Radovanovic frá Grikklandi

Farnir:

Leó Friðriksson í KA

Kristján Páll Steinsson - fluttur erlendis

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top