Framarar halda uppteknum hætti og stórir sigrar kvennamegin
(Baldur Þorgilsson)

Lovísa Thompson ((Baldur Þorgilsson)

Fimm æfingaleikir hafa farið fram í þessari viku og þeim fer fjölgandi það sem líður á vikuna. Hægt er að sjá öll úrslit æfingaleikja og komandi æfingaleiki hér.

Íslands- og bikarmeistarar Fram í karlaflokki léku æfingaleik gegn Fjölni á mánudagskvöldið og mættu síðan ÍR í gærkvöldi. Vann Fram báða leikina en tímabilið hjá þeim hefst formlega á fimmtudaginn í næstu viku þegar Fram og Stjarnan mætast í Meistarakeppni HSÍ.

Á mánudagskvöldið vann kvennalið ÍR tveggja marka sigur á Gróttu en Grótta féll niður í Grill66-deildina á siðustu leiktíð.

Í gær fóru síðan fram tveir kvennaleikir. Í Úlfarsárdalnum vann Fram tólf marka sigur á Víkingi 36-24 en staðan í hálfleik var 23-13.

Á Hlíðarenda vann Íslands- og deildarmeistarar Vals síðan tíu marka sigur á ÍBV 33-23 en staðan í hálfleik var 18-14 Val í vil.

Markaskor Vals í leiknum: Lovísa Thompson 8 mörk, Mariam Eradze 3, Elísa Elíasdóttir 4, Hildur Björnsdóttir 4, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7, Ásrún Inga Arnarsdóttir 2, Guðrún Ásta Magnúsdóttir 2 mörk.

Markvarsla Vals: Elísabet Milly 17 varin

Mánudagur, 11.ágúst:
17:30 Grótta - ÍR (Hertz-höllin) - kvenna Úrslit: 27-29
17:50 Fram - Fjölnir (Lambhagahöllin) - karla Úrslit: 35-25

Þriðjudagur, 12.ágúst:
18:00 ÍR - Fram (Skógarseli) - karla Úrslit: 34-37
18:00 Fram - Víkingur (Úlfarsárdal) - kvenna Úrslit: 36-24
18:00 Valur - ÍBV (N1-höllin) - kvenna Úrslit: 33-23

Fullt af æfingaleikjum eru framundan og er Handkastið hér til að upplýsa lesendur um þá ef upplýsingarnar berast til okkar.

Við hvetjum öll félög að senda okkur tölfræði úr sínum æfingaleikjum og við birtum fréttir með smekklegum hætti. Pósthólfið er alltaf opið. handkastid(hjá)handkastid.net , samfélagsmiðlar eða hvað sem er.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top