Gunnar Róberts markahæstur í tíu marka sigri Vals
Baldur Þorgilsson)

Björgvin Páll Gústavsson (Baldur Þorgilsson)

Þrír æfingaleikir fóru fram í kvöld en fimm Olís-deildar lið voru í eldlínunni auk Gróttu sem leikur í Grill66-deildinni.

Haukar tóku á móti ÍBV sem eru nýkomnir úr æfingaferð frá Hollandi. Haukar unnu leikoinn 40-35.

Á Seltjarnarnesi tók Grótta á móti Aftureldingu. Gestirnir voru sjö mörkum yfir í hálfleik 9-16. Afturelding hélt forskotinu út allan leikinn og voru til að mynda 25-19 yfir þegar fimm mínútur lifðu leiks. Afturelding gaf hinsvegar í, í lokin og uppskar ellefu marka sigur 31-20.

Markaskor Gróttu: Tómas Bragi Starrason 8, Kari Kvaran 2, Gísli Örn Alfreðsson 2, Antoine Pantano 2, Ari Pétur Eiríksson 2, Gunnar Hrafn Pálsson 1, Sigurður Finnbogi Sæmundsson 1, Alex Kári Þórhallsson 1, Sæþór Atlason 1.

Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 6 varin, Andri Snær Sigmarsson 4.

Á Hlíðarenda tók Valur á móti nýliðum Selfoss og vann tíu marka sigur 36-26 en liðið var tíu mörkum yfir í hálfleik 20-10.

Markaskor Vals: Gunnar Róbertsson 9, Viktor Sigurðsson 8, Andri Finnsson 4, Kristófer Máni Jónasson 4, Allan Norðberg 2, Bjarki Snorrason 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Þorvalur Örn Þorvaldsson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Bjarni í Selvindi 1.

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17, Arnar Þór Fylkisson 5

Markaskor Selfoss: Tryggvi Sigurberg Traustason 6, Aron Leó 4, Jason Dagur Þórisson 3, Alvaro Mallols 2, Dagur Rafn Gíslason 2, Guðjón Óli Ósvaldsson 2, Hannes Höskuldsson 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1

Varin skot: Ísak Kristinn Jónsson 6, Egill 3

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top