HK hefur áhuga á að semja við Jóhann Birgi
(Bára Dröfn Kristinsdóttir)

Jóhann Birgir Ingvarsson ((Bára Dröfn Kristinsdóttir)

Jóhann Birgir Ingvarsson gæti leikið með HK í Olís-deild karla á komandi tímabili. Handkastið sagði frá því á dögunum að Jóhann Birgir væri að æfa með liðinu en hann hefur leikið örfáa leiki með ÍH í 2.deildinni síðustu tímabil.

Jóhann Birgir æfir enn með HK en hefur ekki sest við samningsborðið við félagið.

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari HK staðfesti í samtali við Handkastið að áhugi væri af þeirra hálfu að semja við Jóhann Birgi.

,,Við munum bjóða honum samning á næstu dögum og svo verður það að koma í ljós hvort við náum saman. Við höfum verið að reyna stýra álaginu á honum fyrstu vikurnar en hann er að koma til baka eftir pásu og hefur glímt við meiðsli í kálfa síðustu ár," sagði Halldór í samtali við Handkastið.

Jóhann Birgir hefur leikið með HK í fyrstu æfingaleikjum liðsins á undirbúningstímabilinu.

,,Hann hefur komist þokkalega vel undan því álagi sem hefur verið síðustu vikur en við þurfum að hjálpa honum að koma sér hægt og rólega af stað," sagði Halldór ennfremur sem gerir ekki ráð fyrir því að hann spili í æfingaleik liðsins gegn Stjörnunni á fimmtudaginn.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top