Arnór Viðarsson ((Eyjólfur Garðarsson)
Handkastið veltir fyrir sér hvort samfélagsteymi Karlskrona hafi verið leyst undanstörfum eða sé enn í sumarfríi þegar sænska úrvalsdeildarfélagið tilkynnti komu Arnórs Viðarssonar til félagsins frá danska félaginu Fredericia. Handkastið fjallaði fyrst allra í heiminum að Arnór Viðarsson væri að ganga í raðir Karlskrona í síðustu viku og Arnór staðfesti það svo í kjölfarið. Nú hefur sænska félagið loks staðfest vistaskiptin en Arnór gerir tveggja ára samning við félagið. Félagið tilkynnti Arnór sem nýjan leikmann liðsins á samfélagsmiðli sínum í gær og það er ekki hægt að segja að mikil vinna hafi verið unnin. Dæmir hver fyrir sig.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.