Ágúst Guðmundsson (IHF)
Íslenska karla landsliðsins skipað leikmönnum 19 ára og yngri mætti Danmörku í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í dag. Eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik 17-12 átti íslenska landsliðið slæman seinni hálfleik þar sem Danirnir gengu á lagið og unnu að lokum tveggja marka sigur 32-30. Jafnræði var með liðunum allt þar til í stöðunni 7-6 fyrir Íslandi en þá kom góður 7-2 kafli hjá íslensku strákunum og breyttu stöðunni í 14-8. Strákarnir héldu þeirri forystu út fyrri hálfleikinn og staðan í hálfleik 17-12 Íslandi í vil. Ágúst Guðmundsson skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleiknum og hélt uppteknum hætti en hann hefur átt gott mót hingað til. Íslenska liðið spilaði góða vörn sem Danirnir voru í erfiðleikum með að finna glufur á, sérstaklega á 5-1 vörn íslenska liðsins. Íslenska landsliðið náði hinsvegar aldrei takti í seinni hálfleik og Danirnir gengu á lagið. Skoruðu mörg auðveld mörk meðan sóknarleikur Íslands var stirrður, mörg dauðafæri fóru forgörðum og tapaðir boltar voru í meira lagi. Johannes Dahlsgaard markvörður Danmerkur var síðan íslensku strákunum erfiður viðureignar og var með hátt í 50% markvörslu. Mest náði Danmörk fimm marka forystu 30-25 eða 18-8 í seinni hálfleik. Þrátt fyrir að hafa komið til baka undir lok leiks var það of seint og holan orðin of djúp. Lokatölur 32-20 Dönum í vil og ljóst að íslenska landsliðið leikur um 5. - 8. sæti á mótinu. Markaskorun Íslands: Ágúst Guðmundsson 8, Garðar Ingi Sindrason 8, Dagur Árni Heimisson 6, Bessi Teitsson 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Stefán Magni Hjartarson 2, Andri Erlingsson 1
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.