Fjölmörg íslensk lið á ferð og flugi
(Baldur Þorgilsson)

Gústi Jó neyðist til að fara til Tene í næstu viku. ((Baldur Þorgilsson)

Eftir þrjár vikur verður fyrsti leikur Olís-deildar karla lokið en Stjarnan og Valur mætast í 1.umferðinni, miðvikudaginn 3. september. Í kjölfarið klárast síðan 1. umferðin í Olís-deild karla áður en 1. umferðin í Olís-deild kvenna hefst laugardaginn 6. september.

Fjölmörg félög hafa lagt land undir fót og skellt sér í æfingaferð erlendis, má þar til að mynda nefna karlalið ÍBV sem var í Hollandi um síðustu helgi og kvennalið FH sem leikur í Grill66-deildinni er um þessar mundir í Ungverjalandi og kvennalið Selfoss er að klára sína æfingaferð á Tenerife.

Kvennalið Vals fer í dag til Portúgals og verður við æfingar í Benfica næstu daga og leikur æfingaleik við kvennalið Benfica.

Þá fara tvö félög til Tenerife í dag í viku æfingaferð. Bæði karla og kvennalið ÍR fara til Tenerife ásamt kvennaliði Hauka.

Í næstu viku verður síðan ekkert rólegra á Tenerife þegar karlalið Vals, kvennalið Gróttu og kvennalið Fram fara öll til Tenerife.

Miðað við þetta þá ættu ansi margir leikmenn Olís-deildar karla og kvenna að mæta sólbrún og sæl inn í komandi tímabil sem framundan er.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top