Gerðum alltof mörg mistök
HSÍ)

Heimir Ríkarðsson (HSÍ)

Íslenska U19 ára landslið karla tapaði fyrr í dag gegn Danmörkum í 8-liða úrslitum á HM í Egyptalandi, 32-30 eftir að hafa verið 17-12 yfir í hálfleik og allt lék í lyndi.

Seinni hálfleikurinn var auðvitað svart og hvítt. Við gerðum alltof mörg mistök, bæði varnarlega og sóknarlega. 

,,Þetta er gríðarlegt svekkelsi. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik og okkar besta frammistaða heilt yfir á mótinu þar sem vörnin, sóknin og markvarslan var öll góð. Á sama tíma datt margt fyrir okkur," sagði Heimir Ríkarðsson þjálfari liðsins.

,,Við höfðum skotið vel í fyrri hálfleik en það var ekki sama upp á teningnum í seinni hálfleik. Við reyndum að gera allt sem við gátum, breyttum um varnarleik og fórum úr 6-0 í 5-1 til að bregðast við þeirra sóknarleik en það gekk ekki upp."

,,Það sem ég er stoltastur af hjá strákunum er að þeir gefast aldrei upp og þeir héldu áfram allan leikinn. Þegar upp er staðið var þetta ekki nægilega gott í seinni hálfleik," sagði Heimir að lokum.

Ísland leikur um 5.-8.sætið á mótinu um helgina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top