Tekur HK næsta skref fram á við?
Egill Bjarni Friðjónsson)

Sigurður Jefferson - Hjörtur Ingi Halldórsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum.

Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni.

Í dag er 20 dagar þangað til Olís-deild karla hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið HK.

Almennt:
HK tók risastórt stökk í uppbyggingunni að komast í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð í fyrsta sinn síðan 2012. Liðið var í hægum vexti allt tímabilið og liðið endaði þó tímabilið á sex töpum í röð. Liðið vann liðin fyrir neðan sig í jöfnum leikjum eftir áramót og þar sá maður að liðið hafði vaxið og þroskast frá síðustu árum. En taka þeir næsta skref í ár?

Þjálfarinn:
Halldór Jóhann Sigfússon tók við liði HK fyrir síðustu leiktíð og kom liðinu í úrslitakeppnina á fyrsta ári eftir eilífðar bið. 

Breytingar:
Halldór Jóhann hefur gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar sótt leikmenn með reynslu úr deildinni en á sama tíma leikmenn sem enn eiga eftir að sanna sig. Brynjar Vignir þarf heldur betur að sanna sig eftir erfitt tímabil í fyrra og þá var Gunnar Dan Hlynsson í litlu hlutverki hjá Gróttu í fyrra. Aðeins hefur hvarfnast úr hópnum og þá er missir af hægri skyttunni, Kára Tómasi sem flytur til Þýskalands að elta ástina.

Lykilmenn:
Brynjar Vignir Sigurjónsson, Sigurður Jefferson, Ágúst Guðmundsson

Fylgist með:
Haukur Ingi Hauksson hefur fengið stærra og stærra hlutverk hjá HK-liðinu að undanförnu. Lék með U21 árs landsliðinu í sumar undir stjórn Halldórs Jóhanns sem hefur greinilega miklar mætur af Hauki. Nú þarf Haukur að grípa tækifærið og eigna sér leikstjórnendastöðuna hjá HK.

Framtíðin:
Ágúst Guðmundsson er örvhent skytta sem hefur vaxið hratt síðustu ár. Fékk lítil sem engin tækifæri undir stjórn Sebastians Alexanderssonar í hitti fyrra en var í töluvert stærra hlutverki í fyrra. Þarf að bæta varnarleik sinn en til þess þarf hann að fá tækifæri til að fá að spila vörn. Lykilmaður í U19 ára landsliði Íslands.

Við hverju má búast:
Það er ótrúlega erfitt að segja til um það við hverju má búast við af HK-liðinu sem hafa verið eitt af ólíkindarliðunum í Olís-deildinni. Þegar fólk bjóst við sigri frá þeim þá kom tap og síðan öfugt. Liðið hefur styrkt sig í hárréttum stöðum frá síðasta tímabili en þeir eru þunnskipaðir hægra megin. HK-ingar eiga að setja stefnuna á úrslitakeppnina, engin spurning.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top