Ekkert heyrt frá Erlingi frá 10.júní – Hafði lagt mikið traust á hann
Eyjólfur Garðarsson)

Kári Kristján Kristjánsson (Eyjólfur Garðarsson)

Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn, Kári Kristján Kristjánsson er samningslaus og án félags nú einungis tæpum þremur vikum fyrir fyrsta leik í Olís-deildinni. Þetta tilkynnti hann í einkaviðtali í nýjasta þætti Handkastsins þar sem hann fer ítarlega yfir tímalínu sumarsins þar sem hann var í samningsmálum við sitt uppeldisfélag ÍBV.

Honum var hinsvegar tilkynnt það í síðustu viku, 8.ágúst af Þorláki Sigurjónssyni framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍBV að hann fengi engan samning frá félaginu þrátt fyrir að málsaðilar hafi náð munnlegu samkomulagi um það fyrr í sumar.

,,Afhverju er verið að hringja í mig 8.ágúst?” spyr Kári sjálfan sig í viðtalinu og heldur áfram:

,,Ég sagði við Þorlák að hann yrði að taka í gikkinn og tjá mér það að samningaviðræðunum sé lokið. Ég ætlaði ekki að fara geta í eyðurnar og hann sagði það, samningaviðræðunum er lokið, 8.ágúst.”

Síðast hafði Kári heyrt frá forsvarsmönnum ÍBV 10.júní og þið voru liðnir nánast tveir mánuðir frá því að hann heyrði síðast frá þeim. Í millitíðinni hafði Handkastið fjallað vel um málið, heyrt bæði í Kára tvívegis og framkvæmdastjóranum, Þorláki Sigurjónssyni.

,,Frá 10.júní til 8.ágúst þá var verið að halda þessu lifandi á meðan gera fullt af hlutum. Liðið byrjar að æfa, liðið heldur liðsfund, liðið setur upp nýja Facebook-síðu eins og er gert hjá öllum liðum og liðið á skipulagða æfingaferð. Þetta fæ ég ekkert að heyra af frá Erlingi, ekkert af þessu."

Það er greinilegt að Kári Kristján er ekki ánægður með vinnubrögð stjórnarmanna síns uppeldisfélags en ekki heldur Erlings Richardssonar þjálfara ÍBV. Þeir höfðu átt fund fyrr í sumar þar sem Kári gekk út af fundinum haldandi að hann yrði spilandi aðstoðarþjálfari ÍBV.

,,Ég hef ekkert heyrt frá Erlingi síðan 10.júní. Þegar ég labbaði útaf fundinum með Erlingi var ég 4 cm hærri og þá hélt ég að þetta væri að fara gerast."

,,Við höfum unnið vel saman í gegnum tíðina, hann hefur lagt mikið traust á mig og ég hef lagt mikið traust á hann og góð samvinna. Ég hef ekki heyrt frá honum í tvo mánuði."

,,Miðið við samband mitt og hans, þá kemur það mér gríðarlega á óvart," sagði Kári í viðtalinu við Handkastið.

Viðtalið er hægt að hlusta á hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top