HaukarHaukar (Kristinn Steinn Traustason)
Handkastið hefur verið leiðandi í umfjöllun um íslenskan handbolta síðustu ár og nú fer að styttast í að tímabilið hér heima fari af stað. Handkastið heldur úti tveimur hlaðvarpsþáttum í viku þegar tímabilið er í gangi auk þess að fjalla vel og ítarlega um allt sem tengist íslenska boltanum hér á vefnum. Olís-deild karla hefst miðvikudaginn 3.september en þangað til ætlar Handkastið að hita upp fyrir deildina og fjalla um öll liðin í deildinni. Í dag er 19 dagar þangað til Olís-deild karla hefst og því löngu orðið tímabært að kynna sér liðin í deildinni. Í dag förum við yfir lið Hauka. Almennt: Þjálfarinn: Breytingar: Fylgist með: Framtíðin:
Tímabilið í fyrra vonbrigði þar sem Haukar enda í 5.sæti deildarinnar og er sópað út af Íslandsmeisturum Fram í úrslitakeppninni. Haukar voru einnig dæmdir úr bikarkeppni HSÍ fyrir mistök í skýslugerð. Náðu ágætis árangri í Evrópubikarnum þar sem liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum en heilt yfir má gera ráð fyrir að fólk á Ásvöllum hafi verið óánægt með árangurinn.
Gunnar Magnússon tók við liðinu eftir góð ár uppí í Mosfellsbæ og er á sínu fyrsta ári með þennan efnilega hóp. Haukagoðsögnin Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk ekki endurnýjun á samning og hafa verið sögusagnir að illa hafi verið staðið að þessari ráðningu gagnvart Ásgeiri.
Þrír reynslumiklir leikmenn hafa lagt skóna á hilluna en Geir Guðmundsson, Aron Rafn Eðvarðsson og Guðmundur Hólmar Helgason hafa allir lagt skóna á hilluna frægu. Jón Ómar Gíslason er kominn frá Gróttu og ætti að veita Haukum aukna breidd, sérstaklega sóknarlega. Þá gæti Darri Aronsson spilað með liðinu eftir erfið meiðsli undanfarin ár.
Lykilmenn:
Skarphéðinn Ívar Einarsson, Vilius Rasimas, Össur Haraldsson
Birkir Snær Steinsson er efnileg hægri skytta sem fékk stærra hlutverk í fyrra eftir að hafa leikið vel með Haukum U undanfarin ár. Eftir brotthvarf Geirs má reikna með að hlutverk hans verði enn stærra á þessari leiktíð.
Freyr Aronsson er gífurlegt efni sem spilar á miðjunni og mun vonandi fá stórt hlutverk hjá Haukum í vetur. Er hluti af U17 liði Íslands sem vann Ólympíuleika æskunnar í sumar.
Við hverju má búast:
iÞrátt fyrir að hafa misst reynslubolta úr hópnum er þetta virkilega spennandi og ungur hópur hjá Haukum. Margir leikmenn hafa spilað stór hlutverk í yngri landsliðinum Íslands undanfarin ár og nú er kominn tími til að taka næsta skref. Stuðningsmenn Hauka eiga að gera kröfu á að Haukar geri atlögu að öllum titlum sem eru í boði næsta vetur. Eins hljóta yngri leikmenn að vera hungraðir að gera betur en síðustu ár. Eldri leikmenn liðsins virðast hinsvegar vera orðnir saddir miðað við spilamennsku þeirra á síðustu leiktíð.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.