Sigurður Bragason (Sævar Jónsson)
Handkastið hefur fjallað ítarlega um mjög svo óvanalegt mál í Vestmannaeyjum sem hefur að endað á þann hátt að Kári Kristján Kristjánsson er samningslaus ÍBV og mun aldrei klæðast ÍBV treyjunni aftur að hans sögn. Þetta sagði hann í einkaviðtali í nýjasta þætti Handkastsins. Þar fer Kári yfir tímalínu sumarsins frá því að hann fundaði með Erlingi Richardssyni þjálfara ÍBV um framtíð sína en þeim fundi lauk á þann veg að Kára yrði boðinn samningur sem spilandi aðstoðarþjálfari. Í viðtalinu segist Kári ekki hafa heyrt í Erlingi frá 10.júní. Það var síðan ekki fyrr en í síðustu viku, 8.ágúst sem Kára Kristjáni var tilkynnt að samningaviðræðum ÍBV væri lokið og hann fengi engan samning frá félaginu, hvorki leikmanna né þjálfarasamning. Það sem vekur athygli Handkastsins er sú staðreynd að Sigurður Bragason var í millitíðinni ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV. ÍBV tilkynnti Sigurð Bragason sem aðstoðarþjálfara ÍBV 6.ágúst. En hvenær var Sigga Braga fyrrum þjálfari kvennaliðs ÍBV til margra ára boðið þjálfarastarfið sem upphaflega var boðið Kára Kristjáni? Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Handkastsins var Sigurði Bragasyni fyrst boðið starfið um miðjan júní, nokkrum dögum eftir síðasta samtal Kára við Erling. Um mánaðarmótin júní / júlí hafði Sigurður Bragason skrifað undir samning við ÍBV sem aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV. Sigurður var hinsvegar ekki kynntur fyrr en 6.ágúst enn þann sama dag hafði Handkastið samband við framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍBV og spurður hann út í þær sögusagnir hvort Sigurður Bragason væri að taka við sem aðstoðarþjálfari liðsins. Fréttatilkynning ÍBV var birt rúmlega fjórum klukkutímum eftir símtalið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.