Benedikt Marínó skoraði 10 mörk. (Sævar Jónsson
Stjarnan fór á Seltjarnarnesið í gærkvöldi og mætti þar heimamönnum í Gróttu. Um var að ræða síðasta æfingaleik Stjörnunnar á undirbúningstímabilinu en tímabilið hjá liðinu hefst formlega næstkomandi fimmtudag þegar Fram og Stjarnan mætast í Meistarakeppni HSÍ í Úlfarsárdal. Mikið var skorað í leiknum í gær sem var ansi hraður og lítið um varnir. Staðan var 19-18 Stjörnunni í vil í hálfleik sem unnu að lokum tveggja marka sigur í leik sem hélst jafn nánast allan leikinn. Lokatölur 38-26 Stjörnunni í vil. Markaskorun Gróttu: Tómas Bragi 12, Gunnar Hrafn Pálsson 8, Sigurður Finnbogi Sæmundsson 4, Gísli Örn Alfreðsson 4, Antoine Pantano 2, Alex Kári Þórhallsson 2, Kári Kvaran 1, Ari Pétur Eiríksson 1, Sæþór Atlason 1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1 Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 5 varin, Þórður Magnús Árnason 5 Markaskorun Stjörnunnar: Benedíkt Marínó Herdísarson 10, Tandri Már Konráðsson 5, Rea Barnabas 5, Hans Jörgen Ólafsson 4, Jóel Bernburg 3, Patrekur Guðmundsson 3, Pétur Árni Hauksson 3, Jóhannes Björgvin 2, Loftur Ásmundsson 2, Róbert Orri Arason 2, Gauti Gunnarsson 1, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1. Varin skot: Adam Thorstensen 9 varin skot, Sigurður Dan Óskarsson 8.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.