Bjarni í Selvindi ((Baldur Þorgilsson)
Bjarni í Selvindi leikmaður Vals í Olís-deild karla verður frá næstu vikurnar í það minnsta. Þetta staðfesti Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals í samtali við Handkastið. Bjarni fór í aðgerð á öxl á föstudagsmorgun daginn eftir tap liðsins gegn FH í 2.umferð deildarinnar. ,,Við gerum ráð fyrir að Bjarni verði frá næstu 4-6 vikurnar en það verður að koma í ljós," sagði Ágúst í samtali við Handkastið. Bjarni hefur verið að glíma við axlarmeiðsli undanfarna mánuði og það var fyrir séð að Bjarni þyrfti að fara í aðgerð. Vegna meiðsla Róberts Arons og Magnúsar Óla var beðið með að fara í aðgerð fyrr en eftir FH leikinn. Aðspurður sagði Ágúst að hann vonist til að Magnús Óli verði með í leik liðsins gegn Þór í 3.umferð Olís-deildarinnar næstkomandi föstudagskvöld.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.