Skýtur föstum skotum á HSÍ – Hljóta að sjá til þess að hann fái rétta meðhöndlun
Attila KISBENEDEK / AFP)

Erlingur Richardsson (Attila KISBENEDEK / AFP)

Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV virtist vera allt annað en ánægður með meiðslin sem Daníel Þór Ingason leikmaður ÍBV hlaut við tökur á samfélagsmiðlaefni á vegum HSÍ daginn fyrir leik liðsins gegn Haukum í 6.umferð Olís-deildar karla.

Erlingur tjáði sig um málið í viðtali við MBL eftir leikinn.

,,Það kom aðeins á hópinn í gær, í þessu slysi í boði HSÍ, að Daníel skyldi detta út. Ég held að það hafi komið aðeins við hópinn og við ekki haft mikinn tíma til að bregðast við því, hann er búinn að vera lykilmaður í okkar varnarleik og slíkt, kannski var það aðeins of mikið sjokk,“ sagði Erlingur sem gerir ráð fyrir að HSÍ sjái til þess að hann fái rétta meðhöndlun.

Daníel Þór fór í myndatöku á hægri öxl í dag þar sem hann fékk þær fréttir að hann væri ekki axlarbrotinn. Hann sagði í samtali við Handkastið að mögulega væri um að ræða beinmar sem þýddi að hann yrði frá næstu vikurnar í það minnsta.

,,Við þurfum bara að sjá hvað kemur út úr niðurstöðum, HSÍ hlýtur að sjá til þess að hann fái rétta meðhöndlun og sem fyrst,“ sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV að lokum í viðtali við MBL eftir tíu marka tap liðsins gegn Haukum í 6.umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Handkastið greindi frá málinu í frétt fyrr í kvöld.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top