Verður slegið heimsmet á opnunarleik EM 2028 á Santiago Bernabéu?
Alexandre Martins / DPPI via AFP)

Santiago Bernabéu (Alexandre Martins / DPPI via AFP)

Undirbúningur fyrir Evrópumótið 2028 er farinn af stað en að mótinu standa Spánn, Portúgal og Sviss. Fulltrúar EHF voru í heimsókn á Spáni og í Portúgal á dögunum til þess að kanna aðstæður og skoða mögulega leikvelli.

Það var þá sem hugmyndin að því að spila á heimavelli fótboltaliðsins Real Madrid kom til skoðunar.

Santiago Bernabéu var nýlega tekinn í gegn og er hann með nýju þaki sem hægt er að loka og er völlurinn því í stakk búinn til þess að halda hina ýmsu viðburði.

Gæti slegið nýtt áhorfendamet
Ef völlurinn yrði fyrir valinu er ljóst að það gæti verið mjög jákvæð ímynd fyrir handboltann og gæti mögulega slegið áhorfendamet á handboltaleik. Metið var sett á opnunarleik EM 2024 þegar 53.586 aðdáendur fylgdust með opnunarleik mótsins á fótboltavelli Fortuna Dusseldorf. Santiago Bernabéu er töluvert stærri völlur og tekur rúmlega 80.000 manns í sæti.

Ekki liggur þó fyrir hvort opnunarleikurinn verði spilaður á vellinum en ljóst er að ef svo væri myndi það lyfta ímynd handboltans á heimsvísu og auka sýnileika íþróttarinnar til muna.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top