Bakhliðin: Arna Karitas Eiríksdóttir
Sævar Jónasson)

Arna Karitas Eiríksdóttir (Sævar Jónasson)

Arna Karitas Eiríksdóttir er þrátt fyrir ungan aldur farin að leika lykilhlutverk í liði Vals.

Arna sýnir á sér bakhliðina í dag.

Fullt nafn: Arna Karitas Eiríksdóttir

Gælunafn: Adda K

Aldur: 18

Hjúskaparstaða: Lausu 

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2023

Uppáhalds drykkur: Grænn kristall

Uppáhalds matsölustaður: Tres locos

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip girl og Greys

Uppáhalds tónlistarmaður: Skepta og Joey Christ

Uppáhalds hlaðvarp: Hlusta mjög lítið á þannig svo segjum bara Handkastið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Verð að segja tiktok

Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Ásdís Rán aka IceQueen

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Hætta að hafa úrslitaleiki í 3fl á sunnudegi!!

Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: 3-4 tímar

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Eiríksson 

Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: Jú ég er klár

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekki eitthvað lið útá landi

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Era Baumann 

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Gústi

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Emelía Ósk, óþolandi á fara á hana.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Stine Oftedal og Elín Rósa

Helsta afrek á ferlinum: Vera hluti af Evrópuliðinu á síðasta tímabili

Mestu vonbrigðin: Hefði viljað spilað meira síðasta tímabil

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Guðmunda Auður ert velkomin í val

Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Laufey Helga og Gunnar Róbertsson

Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Stine Oftedal og Mikkel Hansen 

Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Sá sem fiskar vítið tekur það. Held reyndar líka að skotklukka gæti komið sterk inn!

Þín skoðun á 7 á 6: Finnst það ekkert spes, hægir alltof mikið á leiknum en er stundum nauðsynlegt.

Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Á æfingu hjá Hröbbu Skúla í gamla sal

Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Er í asics núna

Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Guðrún Hekla er fyrst á blað, óvænt hahaha, svo tæki ég frænku mína að norðan Bergrós Ástu og uppá hæðina í hópnum fengi Þóra Hrafnkels að fljóta með. Litlar líkur að við myndum komast af eyjunni en værum allavega skellihlæjandi og vel brúnar.

Hvaða lag kemur þér í gírinn: Gella með Joey Christ

Rútína á leikdegi: Ekkert séstakt 

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Held að Lilja væri öflug

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef spilað með yngri landsliðum í fótbolta

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Thea er algjör meistari

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi biðja Skepta um að hafa tónleika í N1-höllinni

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top