Simon Pytlick - SG Flensburg-Handewitt - THW Kiel (Michael Hundt / dpa Picture-Alliance via AFP)
Tveir af bestu leikmönnum heims í dag þeir Simon Pytlick og Dika Mem eru báðir orðaðir við þýsku meistarana í Fuchse Berlín frá og með sumrinu 2027. Erlendir miðlar segja frá því að Fuchse Berlín séu tilbúnir að gera ýmislegt til að fá Simon Pytlick til félagsins en Daninn er nýbúinn að framlengja samningi sínum við Flensburg til ársins 2030. Sögusagnir um framtíð Simon Pytlick eru að aukast á ný í Þýskalandi. Bild segir að í samningi Simon Pytlick sé uppsagnarákvæði upp á 750.000 evrur, sem hægt er að virkja sumarið 2027. Sögusagnir um að Pytlick gangi í raðir Fuchse Berlín hafa verið á kreiki í þýska handboltaheiminum í nokkra mánuði eða allt frá því að Nicolej Krickau tók við þýska liðinu í upphafi tímabils en Krickau þjálfaði bæði Mathias Gidsel og Simon Pytlick hjá GOG áður en þeir slógu í gegn í þýsku úrvalsdeildinni. Eins og við greindum frá fyrr í vikunni hefur Dika Mem einnig verið orðaður við Fuchse Berlín en samningur hans við Barcelona rennur út sumarið 2027.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.