Á Aron Rafn að vera þriðji markvörður landsliðins?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Aron Rafn Eðvarðsson (Sævar Jónasson)

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður toppliðs Hauka í Olís-deildinni hefur átt góðar frammistöður í undanförnum leikjum í marki Hauka en hann ákvað seint í sumar að taka fram skóna eftir að hafa lagt þá á hilluna eftir síðasta tímabil.

Rætt var um frammistöðu Arons Rafns í Handboltahöllinni á mánudagskvöldið í Sjónvarpi Símans þar sem þáttastjórnandinn, Hörður Magnússon velti fyrir sér þeirri stóru spurning hvort Aron Rafn ætti að fara á EM í janúar sem þriðji markvörður Íslands.

,,Hann er hættur við að hætta og hann á engan stórleik en hann ver á mikilvægum augnablikum í þessum leik, Selfoss - Hauka,” bætti Hörður við en Haukar unnu nýliða Selfoss á Selfossi í 10.umferð Olís-deildarinnar í síðustu viku. 

,,Eftir fyrstu tvo leikina þar sem við efuðumst um endurkomuna hans þá hefur hann verið frábær. Hann er ekkert endilega að henda í 40% markvörslu í hverjum leik en hann er að verja dauðafæri og bjarga Haukavörninni þegar hún klikkar. Haukavörnin var ekkert frábær í þessum leik og þá er gott að hafa einn Aron Rafn sem reddar henni,” sagði Einar Ingi Hrafnsson gestur Handboltahallarinnar áður en Hörður tók aftur við boltanum.

,,Við erum með Björgvin Pál og Viktor Gísla númer 1 og 2. Afhverju ekki Aron Rafn númer 3? Ég hef það á tilfinningunni að hann gæti átt stjörnuleik á svona sviði.”

Einar Ingi og eiginkona hans, Þórey Rósa Stefánsdóttir voru ekki alveg seld á hugmyndina en fannst hún samt sem áður alls ekki galin.

Haukar taka á móti HK í 11.umferð Olís-deildar karla í kvöld á Ásvöllum klukkan 18:30. Leikurinn verður sýndur í beinni í Handboltapassanum.

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top