Sveinn Andri fór í aðgerð – Frá í nokkra mánuði
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Daniel Vieria Sveinn Andri Sveinsson (Sævar Jónsson)

Leikstjórnandinn, Sveinn Andri Sveinsson leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla gekkst undir aðgerð á fæti í síðustu viku og leikur því ekkert með Stjörnunni næstu vikurnar. Sveinn Andri hefur ekkert leikið með liðinu á þessu tímabili vegna meiðsla sem hann hlaut í æfingaleik gegn FH seint í ágúst.

Sveinn Andri sem gekk í raðir Stjörnunnar frá Selfossi fyrir síustu leiktíð hefur verið einkar óheppinn með meiðsli eftir komu sína í Garðabæinn. Hann lék þrettán leiki með Stjörnunni í deild og úrslitakeppni á síðustu leiktíð auk þess að leika fjóra bikarleiki með liðinu sem fór alla leið í úrslit bikarkeppninnar í fyrra en tapaði gegn Fram í hörkuleik.

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar staðfesti í samtali við Handkastið að Sveinn Andri hafi farið í aðgerð í síðustu viku og yrði frá í það minnsta tólf vikur. Þar sagði hann að leikmaðurinn hafi farið í aðgerð til að taka bein í ökklanum sem var ekki búið að gróa eins og vonir stóðu til.

Stjarnan er í 8.sæti Olís-deildarinnar eftir tíu umferðir og heimsækir Íslands- og bikarmeistara Fram heim í Úlfarsárdalinn á föstudagskvöldið í 11.umferð. Með sigri í þeim leik jafnar Stjarnan, Fram að stigum í 7.sæti deildarinnar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top