Leikgleðin hjá landsliðinu áþreifanleg heim í stofu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Strákarnir í Handkastinu ræddu um í síðasta þætti hversu gaman það væri að horfa á íslenska kvenna landsliðið í handbolta á heimsmeistaramótinu þar sem leikgleðin væri svo áþreifanleg heim í stofu.

Arnar Daði þáttastjórnandi Handkastsins hafði orð á því hversu miklu skemmtilegra honum finnist að horfa á Stelpurnar Okkar heldur en Strákana Okkar. ,,Mér finnst svona fjórfalt skemmtilegra að horfa á kvenna landsliðið okkar heldur en karla."

,,Ég er að tala um útgeislunina, stemmninguna, hversu jákvætt þetta er. Rakel Oddný er að skora eðlilegt mark úr vinstra horni á nær og það stendur allur bekkurinn upp" hélt Arnar Daði áfram og tók fram að þetta er það sem hefði vantað hjá karla landsliðinu okkar á síðustu stórmótum.

Arnari Daða héldu engin bönd og hann hélt áfram og baðst afsökunar á því að umræðan væri farin að snúast um karlalandsliðið en það væri stutt í stórmót hjá þeim. ,,Það eru einhverjir 3000 íslendingar sem elta þá út á stórmót ár hvert og það er bara stofuhiti eins og Kári Kristjáns og Logi Geirs hafa talað um í EM Stofunni ár eftir ár."

,,Við erum að bera saman íslendinga og handboltafólk og þetta er fólk sem gekk í gegnum sama skólann, sömu íþrótthús og allt þetta en þvílíkur munur á útgeislun, gleði, jákvæði og öllu þessu hjá landsliðinunm okkar" sagði Arnar Daði.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top