Stymmi spáir í spilin: 13. umferð Olís deild karla
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 13.umferð fari í Olís deild karla.

Selfoss – ÍR (Miðvikudagur 19:00) / Sigurvegari: ÍR

Sannkallaður 4 stiga leikur sem gæti haft gífurlega áhrif í botnbaráttunni undir lok tímabilsins. ÍR vann sinn fyrsta leik í deildinni á laugardaginn sem ég tel að muni gefa þeim svakalegt boost. Selfoss gefa öllum liðum leik og naga sig eflaust enn í handarbökin að hafa ekki unnið ÍR í fyrri umferðinni. ÍR mun setja saman back to back sigra og vinna þennan leik.

Afturelding – HK  (Miðvikudagur 19:30) / Sigurvegari: Afturelding

Ekkert lið í heiminum sem Afturelding er með betra tak á en HK. Ég ætla ekkert að hafa mörg orð um þennan leik, Afturelding vinnur en ég hef svo sem haft rangt fyrir mér með þá áður í vetur.

Haukar – KA (Miðvikudagur 19:00) / Sigurvegari: Haukar

Stórleikur í kvöld. Liðin í toppbaráttunni mætast á Ásvöllum. KA komið liða mest á óvart í vetur og Haukar að koma úr hrikalegri frammistöðu gegn Aftureldingu og klæjar eflaust að hefna fyrir það. Haukar munu vinna þennan leik í algjörum naglbít.

Stjarnan – ÍBV (Föstudagur 18:30) / Sigurvegari: Stjarnan

ÍBV vann kærkominn sigur síðasta föstudag gegn HK meðan Stjarnan átti ekki mikla möguleika gegn Val. ÍBV hentu í 5-1 vörnina sína gegn HK og sigldu þeim sigri heim, spurning hvað þeir gera í Hekluhöllinni á föstudaginn. Ég ætla að segja óvæntur Stjörnusigur þarna.

FH – Valur  (Föstudagur 19:30) / Sigurvegari: Valur

FH bakaði Val í fyrri umferðinni en síðan þá hafa Valur styrkt sig og verið á miklu run-i. FH hafa verið í mikilli stigasöfnun undanfarið en ég held að Valsmenni hefni fyrir tapið í fyrri umferðinni og vinni FH á föstudaginn.

Þór – Fram (Laugardagur 18.30) / Sigurvegari: Fram

Evrópudeildin loksins búin hjá Fram en þeir eru ekki búnir með ferðalögin. Skella sér norður á laugardaginn og mæta Þórsliði sem er í leit að fleiri stigum því annars eiga þeir á hættu að sogast niður í botnsætið. Fram hafa átt tvær slakar frammistöður í deildinni undanfarið en sigurinn kemur á laugardaginn hjá þeim þegar þeir vinna Þór í Höllinni.

12.umferð (4 réttir)
11.umferð (4 réttir)
10.umferð (5 réttir)
9.umferð (4 réttir)
8.umferð (5 réttir)
7.umferð (3 réttir)
6.umferð (2 réttir)
5.umferð (3.réttir)
4.umferð (4.réttir)
3.umferð (5 réttir)
2.umferð (4 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top