Sláandi tölfræði KA úr leikjunum í Hafnarfirði
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andri Snær Stefánsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

KA tapaði í vikunni gegn Haukum í 13.umferð Olís-deildar karla á Ásvöllum, 42-38 en KA hefði með sigri getað jafnað Hauka að stigum á toppi deildarinnar.

Rætt var um leik Hauka og KA í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Stymmi klippari benti á sláandi tölfræði KA úr leikjum sínum gegn Haukum og FH í Hafnarfirði í vetur.

,,Ég held að KA séu guðslifandi fegnir að vera búnir að spila við Hauka og FH í Hafnarfirði í vetur. Þeir hafa fengið á sig 87 mörk gegn þeim í tveimur leikjum. Ég held að þeir fari ekki einu sinni í Jólaþorpið, þeir ætla ekki í Hafnarfjörðinn aftur á þessu tímabili,” sagði Stymmi klippari sem hljóp reyndar aðeins á sig með þeim orðum því KA eru ennþá í Powerade-bikarnum en Final4 helgin er leikin á Ásvöllum. 

,,Þeir eru reyndar ennþá í tækifæri að fara í Final4 sem fer fram á Ásvöllum en ég held að þeim líði ekkert sérstaklega vel að vera í Hafnarfirði. En auðvitað er KA þannig lið að þegar það vantar tvo burðarása í varnarlínuna þá er erfitt fyrir þá að fylla það skarð,” sagði Stymmi klippari að lokum og á þá við að þeir Einar Birgir Stefánsson og Daníel Matthíasson voru fjarverandi í tapinu vegna veikinda.

KA tapaði fyrr í vetur gegn FH í Kaplakrika með þrettán mörkum, 45-32.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top