Spánverjinn hefur valið lokahóp Póllands
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kamil Syrpzak (Luigi Canu / LiveMedia / DPPI via AFP)

Spánverjinn Jesus Javier Fernandez Gonzalez landsliðsþjálfari Póllands tilkynnti í morgun lokahóp sinn fyrir Evrópumótið sem hefst í janúar á næsta ári. Þar verða Pólverjar í riðli með íslenska landsliðinu en þjóðirnar mætast í 2.umferð riðilsins, sunnudaginn 18.janúar.

Handkatið hafði áður greint frá því Pólland yrði án tveggja lykilmanna á EM sem hvorugir voru á 35 manna lista þeirra fyrir mótið. Um er að ræða, línutröllið Kamil Syprzak leikmann PSG í Frakklandi og Adam Morowski markmann Kielce.

Syprzak var ósáttur á síðasta heimsmeistaramóti og yfirgaf herbúðir landsliðsins á miðju móti en Pólland komst ekki upp úr riðlinum á heimsmeistaramótinu í janúar. Pólverjar eru ríkjandi Forsetabikarsmeistarar.  Syprzak á að baki 180 landsleiki fyrir Pólland og skorað í þeim leikjum rúmlega 400 mörk. Maðurinn er 207 cm á hæð. Það er því jákvæðar fréttir fyrir Snorra Stein og íslenska landsliðið að sleppa við að díla við Syprzak á EM.

Gonzalez er á leið á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari Póllands en hann tók við liðinu eftir síðasta HM.

Leikstjórnandinn, Michał Olejniczak leikmaður Kielce er í hópnum. Hann meiddist á aftan í læri um miðjan nóvember í útileik gegn Álaborg í Meistaradeildinni og hefur síðan þá verið frá keppni.

Pólland mætir Serbíu í tveimur æfingaleikjum 10. og 11. janúar áður en þeir hefja leik á EM föstudaginn 16.janúar er þeir mæta Ungverjum.

EM hópur Póllands:

Mikołaj Czapliński, Wybrzeże Gdańsk Handball
Michał Daszek, Wisła Płock S.A.
Dawid Dawydzik, Wisła Płock S.A.
Damian Przytuła, RK Zagrzeb
Paweł Paterek, KS SPR Chrobry Głogów S.A.
Jakub Skrzyniarz, Bidasoa Irun
Wiktor Tomczak, Wybrzeże Gdańsk Handball S.A.
Miłosz Wałach, Vardar Skopje
Andrzej Widomski, Eurofarm Pelister
Maciej Gębala, HC Erlangen
Tomasz Gębala, Wybrzeże Gdańsk Handball S.A.
Wiktor Jankowski, Vardar Skopje
Piotr Jarosiewicz, Industria Kielce
Marcel Jastrzębski, RK Nexe
Piotr Jędraszczyk, Industria Kielce
Sebastian Kaczor, USAM Nimes Gard
Marek Marciniak, Vardar Skopje
Arkadiusz Moryto, Industria Kielce
Michał Olejniczak, Industria Kielce
Ariel Pietrasik, Kadetten Schaffhausen

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 8
Scroll to Top