(Instagram)
Í vikunni gekk Egyptinn Mohab Abdelhak í raðir þýska stórliðsins Kiel en Mohab er þar með fyrsti Egyptinn sem leikur með Kiel. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í tapi gegn Fuchse Berlín í 8-liða úrslitum þýska bikarsins fyrir helgi. Mohab Abdelhak kemur í raðir Kiel frá franska féléaginu USAM Nimes en honum er ætlað að fylla skarð Danans, Emil Madsen sem verður frá keppni út tímabilið vegna meiðsla. Mohab er 22 ára hægri skytta sem gerði samning við Kiel út tímabilið en hann gekk í raðir Nimes sumarið 2023 og var því á sínu öðru ári með franska félaginu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.