Íslendingar í eldlínunni – Óðinn og Hákon Daði á eldi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Tjörvi Týr Gíslason (Oppenweiler)

Íslendingarnir voru í eldlínunni um alla Evrópu í gær en þar ber helst frammistaða Óðins Þórs í Sviss og Hákon Daða í Þýskalandi en báðir skoruðu þeir níu mörk í sínum leikjum.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í marki Barcelona annan hálfleikinn er liðið vann Logrono La Rioja, 43-30, í toppslag 15. umferðar spænsku úrvalsdeildarinnar á heimavelli í gær. Viktor Gísli varði sjö skot eða 30% þann tíma sem hann var í markinu. Emil Nielsen lék hinn hálfleikinn á móti Viktori Gísla. Barcelona er efst í deildinni með 30 stig eftir 15 leiki en Logrono La Rioja er í öðru sæti með 21 stig.

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur með níu mörk með liði sínu Kadetten Schaffhausen í Sviss í gærkvöldi. Kadetten vann Pfadi Winterthur á útivelli 29-27 í toppslag en um var að ræða tvö efstu lið deildarinnar.

Óðinn skoraði níu mörk úr ellefu skotum en þar af komu fjögur þeirra af vítalínunni. Kadetten hefur ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 18 leiki en liðið leikur í undanúrslitum bikarkeppninnar milli jól og nýárs.

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í þýsku B-deildinni í gær.

Eyjamaðurinn, Elmar Erlingsson skoraði fimm mörk fyrir Nordhorn-Lingen í átta marka sigri liðsins á Essen á heimavelli í þýsku B-deildinni í gær. Auk þess gaf Elmar tvær stoðsendingar en Nordhorn-Lingen er í 6.sæti deildarinnar með 21 stig en mikil spenna er á toppi deildarinnar en einungis fimm stig er upp í efsta sæti deildarinnar.

Hákon Daði Styrmisson leikmaður Eintracht Hagen fór á kostum og skoraði níu mörk í fjögurra marka tapi liðsins gegn Lubeck-Schwartau á útivelli 38-34. Hákon Daði og félagar eru þar með, með jafn mörg stig og Elmar og félagar í 6. og 7.sæti deildarinnar.

Hvorki gengur né rekur hjá Tjörva Tý og félögum í Oppenweiler/Backnang en liðið situr sem fastast á botni þýsku B-deildarinnar með tvö stig en liðið tapaði gegn Ludwigshafen á útivelli í gær 30-24. Tjörvi Týr skoraði eitt mark í leiknum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top