Enginn Vargas í lokahópi Spánverja
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Alex Dujshebaev (Julien Kammerer / DPPI via AFP)

Þrátt fyrir að vera kominn aftur á völlinn með sínu nýja félagi, Kiel eftir krossbandaslit fyrr á þessu ári er markvörður spænska landsliðsins undanfarin ár Perez de Vargas ekki í 18 manna leikmannahópi Spánverja fyrir Evrópumótið sem hefst í janúar.

Ignacio Biosca markvörður Nantes sem gengur í raðir Gummersbach næsta sumar og Sergey Hernandez markvörður Magdeburg verða markverðirnir sem Jordi Ribera þjálfari spænska landsliðsins ætlar að treysta á, í janúar.

Þá er ungstirnið, Petar Cikusa leikmaður Barcelona ekki í 18 manna lokahópi Spánverja. Spánn er í A-riðli EM með Austurríki, Þýskalandi og Serbíu í riðli en liðið mætir Serbíu í fyrsta leik sínum á mótinu, fimmtudaginn 15.janúar.

Hér er hægt að sjá 18 manna lokahóp Spánverja sem Jordi Ribera valdi á dögunum.

Markmenn:
Ignacio Biosca (Nantes)
Sergey Hernandez (Magdeburg)

Útileikmenn:
Ian Tarrafeta (Nantes)
Natan Antonio Suárez Diaz (Sporting)
Alex Dujshebaev (Kielce)
Imanol Garciandia (Pick Szeged)
Marcos Fis (Granollers)
Agustin Casado (Montpellier)
Jan Gurri Aregay (Sporting)
Daniel Dujshebaev (Kielce)
Antonio Serradilla (Stuttgart)

Hornamenn:
Kauldi Odriozola (Nantes)
Aleix Gomez (Barcelona)
Ian Barrufet (Barcelona)
Daniel Fernandez (Barcelona)

Línumenn:
Abel Guntin (Wisla Plock)
Javier Rodríguez (Benfica)
Víctor Romero Holguin (Sporting)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 20
Scroll to Top