Dejan Milosavljev (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Spánverjinn Raúl González hefur valið 21 manns hóp í undirbúningi Serbí fyrir Evrópumótið sem hefst í janúar. Serbía á fyrsta leik gegn Spánverjum fimmtudaginn 15.janúar en auk þess að mæta Spáni mæta Serbar Austurríki og Þjóðverjum í riðlakeppninni. Athygli vekur að Spánverjinn velur fjóra markmenn í 21 manns æfingamót þar á meðal Vladimir Cupara markvörð Dinamo Bucuresti og Dejan Milosavljev markvörð Fuchse Berlín. Annars er ekki hægt að segja að eitthvað óvænt sé í þessum hópi en það verður fróðlegt að sjá hvaða leikmenn fara síðan með liðinu á Evrópumótið sjálft. Serbneska hópinn má sjá hér að neðan:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.