Guðjón Valur Sigurðsson ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Þýsku úrvalsdeildarliðin Gummersbach og Göppingen hafa ákveðið að skipta á leikmönnum um áramótin en leikstjórnandinn Ole Pregler yfirgefur Guðjón Val Sigurðsson og félaga í Gummersbach og heldur til Göppingen um áramótin. Í staðinn gengur Svíinn, Ludvik Hallback í raðir Gummersbach frá Göppingen en Hallback semur við Gummersbach til ársáins 2028. Ole Pregler hafði samið við Göppingen og var áætlað að hann myndi ganga til liðs við félagið næsta sumar. Þeim vistaskiptum var flýtt um hálft ár. Með Göppingen leikur landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason en með Gummersbach leika þeir Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.