Rene Antonsen - Álaborg (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Á dögunum var það tilkynnt að danski línumaðurinn René Antonsen hafi ákveðið að yfirgefa danska meistaraliðið Álaborg og ganga í raðir franska liðsins Nantes. René gengur í raðir Nantes næsta sumar. René gerir samning við Nantes til ársins 2028 en hann hefur leikið sjö landsleiki fyrir Danmörku á ferlinum. René Antonsen sem er 33 ára gamall og hefur leikið með Álaborg frá árinu 2015. Þar áður lék hann um stutta stund með Ribe-Esbjerg en hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá Álaborg 2011. Til þess að fylla skarð Danans hefur Álaborg samið við Svíann, Anton Lindskog til eins árs. Lindskog gengur í raðir Álaborgar frá GOG en félögin tvö eru bestu lið Danmerkur um þessar mundir.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.