Línumannaskipti hjá dönsku meisturunum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Rene Antonsen - Álaborg (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Á dögunum var það tilkynnt að danski línumaðurinn René Antonsen hafi ákveðið að yfirgefa danska meistaraliðið Álaborg og ganga í raðir franska liðsins Nantes. René gengur í raðir Nantes næsta sumar. 

René gerir samning við Nantes til ársins 2028 en hann hefur leikið sjö landsleiki fyrir Danmörku á ferlinum.

René Antonsen sem er 33 ára gamall og hefur leikið með Álaborg frá árinu 2015. Þar áður lék hann um stutta stund með Ribe-Esbjerg en hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá Álaborg 2011.

Til þess að fylla skarð Danans hefur Álaborg samið við Svíann, Anton Lindskog til eins árs. Lindskog gengur í raðir Álaborgar frá GOG en félögin tvö eru bestu lið Danmerkur um þessar mundir.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 19
Scroll to Top