Arnar Freyr Arnarsson MT Melsungen - 1. VfL Potsdam ((Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)
Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Melsungen unnu Stuttgart 33-28 á heimavelli í dag eftir að leikurinn hafði verið jafn framan af. Arnar Freyr Arnarsson skoraði 3 mörk úr þrem skotum af línunni í dag og Reynir Þór Stefánsson sem er að finna sitt gamla form aftur skoraði einnig 3 mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Melsungen komst með sigrinum upp í 7.sæti deildarinnar en Stuttgart sitja í 14.sæti. Flensburg unnu stórsigur á Arnóri Þór Gunnarsyni og félögum í Bergischer HC 36-29 á heimavelli Flensburg. Heimamenn leiddu 21-16 í hálfleik. Domen Novak var markahæstur í liði Flensburg með 8 mörk í dag en Lars Kooij var markahæstur hjá Bergischer með 6 mörk. Flensburg sitja í 2.sæti deildarinnar og Bergischer er í 15.sæti. Lemgo tók á móti Rúnari Sigtryggssyni og liðsmönnum hans í Wetzlar. Rúnar og félagar gerðu heimamönnum í Lemgo erfitt fyrir og voru með jafnan leik undir lok leiksins en að lokum unnu Lemgo þriggja marka sigur 28-25. Stefan Cavor var markahæstur í liði Wetzlar í dag með 10 mörk en hjá Lemgo voru Lukas Hutecek og Niels Versteijnen markahæstir með 6 mörk. Lemgo sitja í 3.sæti deildinnar en Wetzlar eru í 17. sæti deildinnar. Kiel tók á móti Erlangen í síðasta leik dagsins í Kiel. Heimamenn fögnuðu sigri 28-25 en þeir slökuðu mikið á klónni undir lok leiksins þar sem Erlangen skoruðu síðustu 5 mörk leiksins. Viggó Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Erlangen og gaf 2 stoðsendingar en Lukas Zerbe var markahæstur á vellinum í dag með 8 mörk. Kiel eru í 5.sæti deildinnar og Erlangen sitja í 12.sætinu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.