Elmar Erlingsson (Eyjólfur Garðarsson)
Elmar Erlingsson og félgar í Nordhorn enduðu árið á sigri í dag þegar þeir mættu Krefeld á útivelli. Lokatölur urðu 26-29 Nordhorn í vil. Elmar skoraði 4 mörk í leiknum og gaf 4 stoðsendingar að auki. Nordhorn enda árið því í 5.sæti með 25 stig, þrem stigum á eftir toppliðinu Elbflorenz. Nordhorn hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og var þetta níundi sigur liðsins í röð í deildinni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.