Talant Dujshebaev Alex Dujshebaev ((Anke Waelischmiller/SVEN SIMON / SVEN SIMON / dpa Picture-Alliance via AFP)
Pólska stórliðið, Kielce hyggjast ætla fara í samningaviðræður við þjálfara liðsins, Talant Dujshebaev á næstu dögum en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2027. Félagið vill hinsvegar tryggja sér starfskrafta hans áfram. Á sama tíma neitar félagið sögusögnum um að félagið hafi átt viðræður við Slóvenann, Uroš Zorman. Zorman er í dag þjálfari slóvenska landsliðsins og slóvenska félagsliðsins, Slovan. Samkvæmt pólska fjölmiðlinum TVP SPORT hefur ekkert tilboð borist og engar raunverulegar viðræður hafa átt sér stað milli aðila. Hvað leikmenn varðar vinnur Kielce hörðum höndum að því að framlengja samninga Arkadiusz Moryto, Michał Olejniczak og Théo Monar sem allir eru taldir mikilvægir leikmenn í framtíðarverkefni félagsins. Að auki hyggst félagið fá tvo nýja vinstri skyttur til að styrkja breidd liðsins en ljóst er að bræðurnir, Alex og Daniel Dujshebaev yfirgefi félagið næsta sumar en þeir gáfu það út fyrir tímabilið að þetta yrði þeirra síðasta tímabil með Kielce. Ekki er enn komið á hreint hvar þeir spila næsta tímabil.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.