Alfreð gæti fengið stígvélið eftir EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Alfreð Gíslason (Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þrátt fyrir að Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þjóðverja sé með samning við þýska handknattleikssambandið framyfir HM í Þýskalandi 2027 gæti það farið svo að Evrópumótið sem framundan er verði hans síðasta með þýska landsliðið í bili.

Þetta segir Andreas Michelmann formaður þýska handknattleikssambandsins. 

Þýskaland leikur leiki sína á Evrópumótinu í janúar í Herning í Danmörku en Þjóðverjar eru í riðli með Austurríki, Spáni og Serbíu. Fari Þjóðverjar upp í milliriðil má gera ráð fyrir að þeir mæti Danmörku, Frökkum og fleiri stórþjóðum.

Formaður þýska handknattleiksbandalagsins (DHB), Andreas Michelmann, sagði í samtali við Dpa að þó Alfreð eigi samning fram yfir HM 2027, sé það ekki sjálfgefið að hann haldi áfram ef liðið standi ekki undir væntingum á Evrópumótinu.

,,Það er augljóst að við skoðum stöðuna ef liðið, sem ég tel að muni ekki gerast, stendur sig ekki á EM,” sagði Michelmann.

Alfreð hefur verið þjálfari Þjóðverja frá árinu 2020 og leiddi liðið til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Michelmann segir vilja byggja ákvörðun um framtíð hans á árangri og niðurstöðu liðsins eftir EM.

Michelmann segist vonast til þess að þurfa síður að taka ákvörðun um þjálfarastöðuna í kjölfar EM og segist bjartsýnn þrátt fyrir að hann átti sig á því að í milliriðlinum gætu Þjóðverjar mætt sterkum þjóðum. Hann benti jafnframt á það að eftir hvert stórmót bæði karla og kvennamegin væri staðan tekin með þjálfurum landsliðanna.

Hann segir að það sé gulrót bæði fyrir þjálfarateymið og leikmennina að HM verði haldið í Þýskalandi árið 2027 enda vilji allir taka þátt í því ævintýri.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top