N’Guessan hefur framlengt samning sínum á Spáni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Tim N’Guessan (Gerard Franco/DAX Images/NurPhoto / AFP)

Samkvæmt spænska fjölmiðlinum, Mundo Deportivo hefur Barcelona framlengt samningi sínum við Tim N’Guessan til ársins 2029.

Barcelona vinnur hörðum höndum að því að hugsa til framtíðar jafnvel þótt framtíð Dika Mem sé enn óleyst. Í miðri óvissu um næstu skref fyrirliðans hefur félagið tekið jákvætt skref, samkvæmt Mundo Deportivo og samið við Frakkann, Tim N’Guessan til ársins 2029 en núverandi samningur hans við félagið gildir til 2027.

N’Guessan hefur verið hjá félaginu síðan 2016 og hefur verið einn stöðugasti leikmaður Barça í mörg ár – bæði í sókn og vörn.

Félagið hefur nú þegar tilkynnt að Sergey Hernandez komi næsta sumar og fylli þar skarð Emil Nielsen sem gengur í raðir Veszprém næsta sumars. Sergey Hernandez myndar þar markvarðarpar með Viktori Gísla Hallgrímssyni.

Gera má fastlega ráð fyrir því að landsliðsmaðurinn, Janus Daði Smárason verði kynntur hjá félaginu á næstu dögum og fyllir þar skarð Domen Makuc sem fer til Þýskalands næsta sumars.

Í erlendum miðlum er velt því fyrir sér hvort N’Guessan verði næsti fyrirliði Barcelona yfirgefi Dika Mem félagið er samningur hans rennur út hjá félaginu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 8
Scroll to Top