Justus í leik gegn Tyrklandi með Þjóðverjum (BERND WEISSBROD / dpa Picture-Alliance via AFP)
Eins og greint var á dögunum er Justus Fischer línumaður Hannover einn af eftirsóttustu bitunu á markaðnum í dag og hafa félögin Kiel og Magdeburg verið bætt inn í umræðuna sem mögulegur áfángastaður þjóðverjans. Fischer hefur verið gefið grænt ljós frá læknum sínum að taka þátt á evrópumeistaramótinu í janúar sem verður haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eftir að hafa glímt við meiðsli á vinstra læri á yfirstandandi tímabili. Samkvæmt miðlinum Sport Bild er áhuginn á Fischer mikill þar sem nær öll stærstu lið þýskalands eru að fylgjast með stöðu málanna, tvö félög eru nefnd með mikinn áhuga og eru þau Kiel og íslendingalið Magdeburg. Félagsskipti í sumar myndi kosta mörgum liðum þó nokkra háa summu þar sem Fischer er ekki laus undan samning fyrr en árið 2027, Hannover eru sagðir vera með uppsagnarákvæði í samningi Fischer sem rúmar um 700.000 evrur eða um 103 milljónir íslenskra króna. En að sama skapi hefur sjónarhorn málanna breyst þar sem frá og með sumrinu 2026 mun Juan Carlos Pastor taka við liðinu og sagði Fischer við Sport Bild að hann hefur nú þegar átt samtal við framtíðar þjálfara sinn. ,,Við höfum rætt um hvernig hann sér hlutverk mitt og hvar hann telur að ég geti þróast. Þetta var mjög einstaklingsbundið. Hann er mjög nákvæmur og nákvæmur og ég held að það geti hjálpað okkur mikið,“ segir Fischer.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.