Hákon Daði orðinn leikmaður ÍBV
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hákon Daði Styrmisson (ÍBV)

Hákon Daði Styrmisson hefur skrifað undir samning við ÍBV og gengur til liðs við félagið frá og með deginum í dag og spilar því með liðinu seinni hluta tímabils.

Ekki er tekið fram í fréttatilkynningunni frá ÍBV hversu langan samning Hákon Daði gerir við sitt uppeldisfélag en hann gengur í raðirð ÍBV frá Eintracht Hagen í þýsku B-deildinni. Ljóst var fyrir áramót að Hákon Daði myndi spila í Olís-deildinni eftir áramót vegna persónulegrar ástæðna.

Hákon Daði var í viðræðum bæði við Val og ÍBV og nú er það orðið ljóst að hann leikur með ÍBV eftir áramót.

,,Hákon þarf vart að kynna en hann kemur til liðsins frá þýska liðinu Eintracht Hagen og mun án efa styrkja hópinn út yfirstandandi tímabil. Við bjóðum Hákon Daða hjartanlega velkominn aftur til ÍBV og hlökkum til að sjá hann láta til sín taka á parketinu," segir í tilkynningunni frá ÍBV.

Jakob Ingi Stefánsson vinstri hornamaður ÍBV sleit krossband fyrir áramót og því ljóst að liðið þurfti á vinstri hornamanni að halda fyrir seinni hluta tímabilsins. ÍBV er í 6.sæti Olís-deildarinnar með 17 stig en stutt eru í næstu lið fyrir ofan þá.

Það verður fróðlegt að sjá Hákon Daða leika í Olís-deildinni á nýjan leik en hann var einn besti leikmaður deildarinnar áður en hann hélt út í atvinnumennsku.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 23
Scroll to Top