Logi Geirs bendir á veikleika í íslenska hópnum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir Kristjánsson (Sævar Jónasson)

Logi Geirsson er einn af sérfræðingum EM stofunnar á RÚV ásamt Ólafi Stefánssyni og Kára Kristjáni Kristjánssyni. Sérfræðingarnir þrír settust niður með Helgu Margréti Höskuldsdóttur, Flóamanni og tóku upp hlaðvarpsþætti í aðdraganda Evrópumótsins, Biðstofunni.

Í fyrsta þætti Biðstofunnar, benti Logi Geirsson á veikleika að sínu mati í íslenska landsliðshópnum. Það er, hversu margir leikmenn í hópnum hjá Snorra Steini geta einungis hjálpað liðinu öðrum megin á vellinum.

,,Það sem ég sé er að við erum með fimm leikmenn, Gísla Þorgeir, Andra Má og Hauk Þrastarson sóknarlega sem geta ekki spilað vörn síðan erum við með Ými Örn og Einar Þorstein sem geta ekki spilað sókn. Þarna erum við með fimm leikmenn, 30% af hópnum sem spilar öðrum megin á vellinum. Sem gerir það að verkum að það verður rosalega mikið af skiptingum."

Logi Geirsson hélt áfram og benti á tíma landsliðsins undir stjórn Alfreðs Gíslasonar og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar.

,,Ef við lítum til baka, þegar Alfreð Gíslason var með liðið þá var ákveðinn kjarni, þegar Gummi Gumm. var með liðið þá var ákveðinn kjarni. Við erum mikið að skipta, við vitum ekki alltaf hverjir eru að fara byrja. Það eru miklar hreyfingar á liðinu. Öll önnur lið í topp átta eru ekki með svona marga leikmenn sem spila bara öðrum megin á vellinum.”

Íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik á Evrópumótinu, föstudaginn 16.janúar gegn Ítalíu klukkan 17:00.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 35
Scroll to Top