Sagður vera á leið til Magdeburg
Ronny HARTMANN / AFP)

Antonio Serradilla - Mathias Gidsel (Ronny HARTMANN / AFP)

Spænski landsliðsmaðurinn, Antonio Serradilla sem gekk í sumar í raðir Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni frá Magdeburg er nú orðaður við endurkomu til Magdeburgar.

Það er rthandball á Instagram sem segir frá.

Þar er fullyrt að samkvæmt heimildum rthandball hefur Antonio Serradilla nú þegar skrifað undir þriggja ára samning við Magdeburg sem tekur gildi næsta sumar.

Serradilla var í stóru hlutverki í varnarleik Magdeburgar á síðustu leiktíð er liðið varð Evrópumeistarar eftir sigur á Fuchse Berlín í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Serradilla á að baki fjórtán landsleiki fyrir Spán en hans fyrsti landsleikurinn fór fram í júní 2019.

Spánverjinn er fæddur árið 1999 og lék með Elverum í Noregi tímabilið 2023-2024.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top