Ósigraðir í 21 leik mæta botnliðinu sem leitar að sínum fyrsta sigri
THOMAS SJOERUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Gísli Þorgeir Kristjánsson (THOMAS SJOERUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Fjórir leikir fara fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag en tveir Íslendingaslagir fara fram. Klukkan 14:00 mætast Leipzig og Magdeburg og klukkan 14:30 mætast Hamburg og Gummersbach.

Magdeburg er á fljúgandi siglingu bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeildinni þar sem þeir eru ríkjandi Evrópumeistarar. Liðið mætir botnliði Leipzig í dag sem er einungis með eitt stig að loknum átta leikjum. Með Leipzig leikur Blær Hinriksson.

Magdeburg eru ósigraðir í þýsku úrvalsdeildinni með 13 stig að loknum sjö leikjum en jafntefli gegn Erlangen í upphafi tímabils er eina tapaða stig liðsins í deildinni. Liðið vann síðustu fjórtán deildarleiki sína á síðasta tímabili og er því ósigrað í 21 leik í þýsku úrvalsdeildinni í röð.

Með Magdeburg leika landsliðsmennirnir, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon.

Þá hefur Magdeburg unnið alla fimm leiki sína í B-riðli Meistaradeildarinnar á tímabilinu. Íslendingalið Magdeburg hefur unnið ellefu af síðustu tólf leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Liðið gerði góða ferð til Ungverjalands í vikunni og vann fjögurra marka sigur á Pick Szeged, 30-34, í Meistaradeildinni.

Í síðustu tólf leikjum sínum í Meistaradeildinni hefur Magdeburg unnið ellefu og gert eitt jafntefli, gegn Veszprém, 26-26, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum á síðasta tímabili.

Síðasta tap Magdeburg í Meistaradeildinni kom gegn Íslendingaliðinu, Kolstad í Noregi, 31-27, 27. febrúar.

Í síðustu 33 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni hefur Magdeburg því unnið 31 leik og gert tvö jafntefli. Eina tap Magdeburg á tímabilinu kom gegn Veszprém í undanúrslitum HM félagsliða, 23-20, 30. september.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top