Gísli Þorgeir Kristjánsson (THOMAS SJOERUP / Ritzau Scanpix via AFP)
Magdeburg fór létt með neðsta lið þýsku úrvaldeildarinnar Leipzig um helgina þegar liðin mættust í 9.umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Magdeburg var sterkari aðilinn allan leikinn og leiddu í hálfleik með sex mörkum. Leipzig sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og unnu Magdeburg þrettán marka sigur, 36-23. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði sjö mörk og gaf 1 stoðsendingu, Ómar Ingi Magnússon skoraði einnig sjö mörk einnig en gaf sjö stoðsendingar og Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu. Í liði Leipzig skoraði Blær Hinriksson tvö mörk og gaf eina stoðsendingu. Þegar rúmlega tíu mínútur lifðu leiks varð Gísli Þorgeir Kristjánsson hinsvegar fyrir höggi á hné og óttuðust menn í Magdeburg að meiðslin væri alvarleg. Gísli Þorgeir hafði ekki áhyggjur af meiðslunum í viðtali eftir leik. ,,Þetta er ekkert vandamál, þetta var sárt í tvær mínútur, en ég er góður núna. Ég er ekki áhyggjufullur að þetta sé eitthvað alvarlegt,“ sagði Gísli Þorgeir í viðtali við Dyn eftir leikinn. Samkvæmt handball-world.de hafa skoðanir á hné Gísla Þorgeirs eftir leik staðfest að meiðslin séu ekki alvarleg. Því er búist við að Gísli verði klár í slaginn þegar Magdeburg mætir Dessau-Roßlauer HV í annarri umferð bikarsins á þriðjudag. Hvort Gísli Þorgeir spili þann leik verður að koma í ljós því strax á fimmtudaginn mætir Magdeburg til leiks í Meistaradeildinni og tekur á móti Eurofarm Pelister í 6.umferð Meistaradeildarinnar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.