Stymmi spáir í spilin: 14. umferð Olís deild karla
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 14.umferð fari í Olís deild karla.

ÍBV– FH (Miðvikudagur 18.00) / Sigurvegari: ÍBV

Stórleikur í þessari umferð þar sem FH skella sér í ferðalag til Vestmannaeyja. FH voru flottir í 50 mínútur gegn Val meðan ÍBV neyddi ekki of mikilli orku í leik gegn Stjörnunni á föstudaginn. Ég held Eyjamenn nái upp eyjastemmningu og vinni FH í miklum baráttuleik eins og er alltaf þegar þessi lið mætast.

Valur – Þór (Miðvikudagur 18:30) / Sigurvegari: Valur

Valsmenn á fljúgandi siglingu meðan Þórsara er í dimmum dal. Þetta verður stutt og laggott, öruggur sigur Vals.

ÍR– Haukar  (Miðvikudagur 19:00) / Sigurvegari: Haukar

Bananahýði fyrir topplið Hauka? Nei ég held að Gunni Magg sé búinn að ná því úr Haukunum sem fara í Breiðholtið og vinna nokkuð þægilegan sigur í miklu markaleik.

HK – Stjarnan (Miðvikudagur 19:30) / Sigurvegari: Stjarnan

Svakalegur leikur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Bæði lið hafa verið á slæmu run-i ef leikur Stjörnunnar gegn Fram er undanskilinn. Í fyrra var eitthvað ótrúlegasta jafntefli sögunnar í handbolta en ég held að Stjarnan klári þetta í ár.

Fram – Selfoss (Fimmtudagur 18:30) / Sigurvegari: Fram

Fram eru búnir með Evrópukeppnina og virkuðu 20 kílóum léttari fyrir vikið gegn Þór. Selfoss með frábæran sigur gegn ÍR í síðustu viku en ég held að Fram vinni þennan leik á heimavelli sem þeir fá loksins að spila á á fimmtudegi.

KA – Afturelding  (Fimmtudagur 19:00) / Sigurvegari: KA

Stórleikur fyrir norðan þar sem liðin í 3 og 4 sæti mætast. KA var án lykilmanna gegn Haukum í síðasta leik með Afturelding spilaði vel gegn HK í netlausri Varmá. Ég held að KA haldi heimavellinum sem vígi og vinni þennan leik og nálgist Aftureldingu í 3.sæti deildinnar.

13.umferð (4 réttir)
12.umferð (4 réttir)
11.umferð (4 réttir)
10.umferð (5 réttir)
9.umferð (4 réttir)
8.umferð (5 réttir)
7.umferð (3 réttir)
6.umferð (2 réttir)
5.umferð (3.réttir)
4.umferð (4.réttir)
3.umferð (5 réttir)
2.umferð (4 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top