Andri Már ((Kristinn Steinn Traustason)
15.Umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk á dögunum og gaf Daikin handball út í gær lið umferðarinnar sem er eftirfarandi: Andreas Wolff(Kiel) Andreas Wolff markvörður Kiel átti góðan leik er lið hans sigraði Minden. Andreas varði 16 bolta í leiknum sem samsvaraði 47,1% markvörslu. August Pedersen(Hannover) Vinstra hornarmaðurinn August Pedersen átti góðan leik þegar lið hans tapaði gegn Füchse Berlin. Agust skoraði 9 mörk úr 10 skotum í leiknum. Sören Steinhaus(Bergischer) Sören Steinhaus lærisveinn Arnórs Þórs í Bergischer átti góðan leik þegar lið hans gerði sterkt jafntefli við Gummersbach. Sören skoraði 10 mörk í leiknum og gaf 5 stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson(Erlangan) Andri Már Rúnarson átti afar góðan leik þegar lið hans Erlangan tapaði gegn Rhein-Neckar Löwen. Andri skoraði 13 mörk auk þess að hafa gefið 3 stoðsendingar. Kai Häfner(Stuttgart) Hægri skyttan Kai Häfner átti góðan leik þegar lið hans sigraði Leipzig. Kai skoraði 10 mörk í leiknum og auk þess að hafa gefið 5 stoðsendingar. Timo Kastening(Melsungen) Timo Kastening leikmaður Melsungen átti fínan leik er lið hans vann nauman sigur á Wetzlar. Timo skoraði 3 mörk úr 3 skotum og gaf 1 stoðsendingu. Jannik Kohlbacher(Rhein-Neckar Löwen) Jannik Kohlbacher línumaður Rhein-Neckar Löwen átti góðan leik þegar lið hans sigraði Erlangan. Jannik skoraði 8 mörk í leiknum og gaf 1 stoðsendingu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.